HÓPAFERÐIR

Snilldarferðir til Eyja fyrir stóra sem smáa hópa

VELKOMIN TIL EYJA

STARFSMANNAFERÐIR, ÁRSHÁTÍÐIR, ÚTSKIFTARFERÐIR, SKEMMTIFERÐIR

ÞAÐ ER MEÐ MIKLU STOLTI SEM VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN TIL VESTMANNAEYJA

Í EYJUM ER Í BOÐI FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR SKEMMTUNAR, AFÞREYINGAR OG FRÓÐLEIKS

VIÐ GETUM SKIPULAGT FERÐINA FYRIR HÓPINN ÞINN FRÁ A -Ö

RÚTA, HERJÓLFUR, SKEMMTUN, MATUR, VIÐ GRÆJUM ALLT EFTIR ÁHUGA HÓPSINS

VINNUSTAÐAFERÐIR

Er komin tími á starfmannaferð

 

Við hjá Booking Westman Islands sérhæfum okkur í ferðum til Vestmannaeyja. Við vinnum náið með öllum  helstu aðilum í ferða- og veitingaþjónustu á eyjunni og gerum ávallt okkar besta til að gera ferðina fyrir þinn hóp ógleymanlega

 

Við bjóðum upp á 5 tíma dagsferð með leiðsögn. Við göngum um bæinn og kíkjum í matar- og vínsmökkun á bestu veitingastöðum bæjarins. Sagnheimar eru skoðaðir og svo endað í bjórsmökkun á Brothers Brewery.

 

Komdu með hópin í adrealín drifna ferð þar sem komið er til Eyja í Ribsafari bát. Eyjan skoðuð í stuttri rútuferð og endað á grillveislu í einni af krónnum okkar í lopapeysu fíling og gítarpartí að hætti heimamanna.

ÁRSHÁTÍÐIR

Árshátíðir

 

Við bjóðum uppá fjölbreytta möguleika fyrir lítil og stór fyrirtæki þegar kemur að skipulagningu árshátíðar eða einstakra viðburða.

 

Í Eyjum er úrval gististaða, frábærir veitingastaðir fjölbreytt afþreying og listamenn til að skemmta á árshátíðinni.

 

Hafðu samband tímalega og við setjum saman glæsilega árshátíð sniðna að ykkar þörfum.

ÚTSKRIFTARFERÐIR

Skólahópar

Útskriftarferðir heildarskipulag

 

Við sérhæfum okkur í skipulagningu útskriftarferða til eyja.

 

Við getum skipulagt ferðina frá A-Ö eða búið til geggjaðan skemmtipakka sem gæti innihaldið bátsferð, fjör á rafmagnshjóli, fræðandi göngu yfir hraunið með leiðsögn, kennslu í að spranga, ratleik og/eða sund — Stútfullur pakki af fjöri!

 

Hafðu samband og við setjum saman skemmtilega sérsniðna ferð fyrir skólann þinn.

Hafðu samband og við klárum þetta saman

Ribsafari

Fylltu út formið hér að neðan og við höfum samband til baka

Your Name (required)

Your Email (required)

Subject

Your Message

Viking boat
900 grillhús

MISSTU ÞIÐ AF ÞJÓÐHÁTÍÐ

Aldrei komið á þjóðhátið… Við getum reddað því. Það hefur í langan tíma verið mjög vinsælt að hafa þjóðhátíðar þema á árshátíðum og starfsmannaferðum.

 

 

Þjóðhátíðartjald, trúbador og gömlu góðu þjóðhátíðar lögin stemming sem getur bara ekki klikkað.

 

Hafðu samband tímalega og við setjum saman þjóðhátíðar prógram fyrir fyrirtækið þitt.

BOOKING WESTMAN ISLANDS

VE Travel ehf

Kt. 480615-1150

Vsk númer: 112125

 

INFORMATION

BOOKING WESTMAN ISLANDS

  •   Básaskersbryggja

  •    +354 626 3340

  •    info@bookingwestmanislands.is

  •    Open every day

Check out our Videos

© Copyright 2017 by Booking Westman Islands - Made With for Vestmannaeyjar