Skólaferðalag

Skólaferðalag til Eyja fyrir stóra sem smáa skóla

VELKOMIN TIL EYJA

VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í SKIPULAGNINGU ÚTSKRIFTARFERÐAR TIL EYJA

VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN TIL VESTMANNAEYJA

Í EYJUM ER Í BOÐI FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR SKEMMTUNAR, AFÞREYINGAR OG FRÓÐLEIKS

VIÐ GETUM SKIPULAGT FERÐINA FYRIR SKÓLANN ÞINN FRÁ A -Ö

RÚTA, HERJÓLFUR, SKEMMTUN, MATUR, GISTING, VIÐ GRÆJUM ALLT EFTIR ÁHUGA SKÓLANS

SKEMMTIPAKKINN

Skemmtipakki einn með öllu

 

Hér getur þú bókað skemmtipakka sem inniheldur afþreyingu allan tíman sem þú ert á eyjunni.

 

 

Skemmtipakkinn inniheldur m.a Trik-e-bike, ratleik, spröngu kennslu, fræðandi göngu yfir hraunið með leiðsögn, sund, söfn, Rib Safari.

 

Öll Skemmtilegasta afþreying sem er í boði á eyjunni í einum pakka

 

 

 

TRIKE-E-BIKE

Rafmagns þríhjól

 

Trike-e-bike eða rafmagns þríhjól eru frábær skemmtun þar sem krakkarnir fá að leika sér á afmörkuðu svæði á bryggjunni 12 saman í hóp.

 

Hjólunum er mjög auðvelt að stýra þar sem þau eru með 3 dekk og þarafleiðandi mjög stöðug

 

Gaman er að stilla hjólunum saman við Rib Safari þar sem einn hópur fer í bátsferð meðan hinn leikur sér á hjólunum á meðan.

KENNSLA Í SPRANGI

Kennsla í sprangi

 

Eyjapeyji kemur og sýnir krökkunum hvernig það á að spranga og segir þeim síðan söguna um sprönguna.

 

Allir fá síðan að prófa að spranga undir handleiðslu og leiðsögn frá vönum sprangara.

 

Hafðu samband og við setjum saman skemmtilega sérsniðna ferð fyrir skólann þinn.

 

 

Ganga yfir Hraunið

Ganga yfir nýja hraunið

 

Farið er yfir sögu eyjanna og eldgosins 1973, góð leið til að fá innsýn í hvernig lífið var í eyjum og upplifun fólksins í gosinu.

 

Við byrjum að ganga út á Skans og þaðan yfir nýahraunið, og meðfram jaðrinum á hrauninu. Skemmtileg ganga með leiðsögumanni úr eyjum sem segir frá ýmsu úr mannlífinu í eyjum og eldgosinu 1973.  Möguleiki að enda í Eldheimum

 

 

 

Ratleikur

Ratleikur um bæinn

 

Við setjum upp skemmtilegan ratleik fyrir hópinn. Ratleikurinn er þannig uppsettur að hópurinn bæði fræðist aðeins um Vestmannaeyjar og safna um leið góðum minningum um skólaferðalagið.

 

 

Hittum krakkana t.d. á Stakkó og útskýrum leikinn og erum til staðar ef koma spurningar. Tökum síðan á móti krökkunum í lok leiks.  Farið yfir úrslitin.

Notast er við síma í leiknum til að safna myndum til minningar.

Sund

Sund

 

Ein vinsælasta afþreyingin hér í eyjum er að fara í sund. Sundlaugin býður upp á skemmtilegt útisvæði með rennibrautum og heitum pottum.

 

 

Á útisvæðinu eru flottar rennibrautir og er trampolín brautin lang vinsælust.  Eitthvað sem ekki má láta fram hjá sér fara í heimsókn til eyja.

 

 

 

Söfn

Eldheimar

 

Eldheimar var byggt til að safna saman minningum um gosið og varðveita þær fyrir komandi kynslóðir.

 

 

Einstaklega vel skipulagt safn þar sem þú ferð á þínum eigin hraða í gegnum safnið með leiðsögn af Ipod.  Einstakar myndir af gosinu segja vel frá hve stórbrotið gosið var og baráttu fólksins sem kom til baka.

Sérstaklega skemmtilegt að fara í Eldheima eftir að hafa gengið yfir hraunið og séð hversu stórt gosið og hraunrennslið var.

RIB SAFARI

Rib Safari

 

Ævintýra ferð sem slær alltaf í gegn hjá hópunum. Gaman að sjá allt aðra sýn á eyjunum út á sjó.

 

 

Bátsferð með leiðsögn sem segir  ýmsar skemmtisögur um leið og mikilfenglegt landslag eyjanna er skoðað. Þarna fer saman músik, saga og fjör. Hefur yfirleitt verið toppurinn á heimsókninni til eyja.

 

 

 

Hafðu samband og við klárum þetta saman

Ribsafari

Fylltu út formið hér að neðan og við höfum samband til baka

Your Name (required)

Your Email (required)

Subject

Your Message

BOOKING WESTMAN ISLANDS

VE Travel ehf

Kt. 480615-1150

Vsk númer: 112125

 

INFORMATION

BOOKING WESTMAN ISLANDS

  •   Básaskersbryggja

  •    +354 626 3340

  •    info@bookingwestmanislands.is

  •    Open every day

Check out our Videos

© Copyright 2017 by Booking Westman Islands - Made With for Vestmannaeyjar