Booking Westman Islands – Vestmannaeyjar | Hópaferðir - Booking Westman Islands - Vestmannaeyjar
7783
page,page-id-7783,page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,ajax_fade,page_not_loaded,,wpb-js-composer js-comp-ver-4.1.2,vc_responsive

Láttu okkur sjá um að skipuleggja skemmtiferðina

Hópamynd

Ef þú ert að leita eftir ógleymanlegri ferð fyrir hópinn þinn, starfsmanna- eða skólahóp, saumaklúbbinn, vinnustaðinn eða hvað eina. Af hverju ekki að skella sér til Eyja.

 

Í Vestmannaeyjum eru í boði ótrúlega margir möguleikar á fróðleik, skemmtun og afþreyingu fyrir hópaferðir.
Við getum boðið upp á gönguferðir, hestaferðir, lundaskoðun, útsýnisferðir fyrir minni og stærri hópa og ekki síst áhugaverð söfn.
Sjálfar eru eyjarnar stórkostlegt náttúruundur og endalaus uppspretta fyrir augu og eyru.

Hópaferðir fyrir litla og stóra hópa

Skólahópar

Skólahópar

Taktu skólaferðalagið á hærra plan. Gerðu það að ógleymanlegri minningu. Við setjum saman skemmtilega dagskrá sem tengir saman fróðleik og fjör.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Árshátíðir

Árshátíðir

Vestmannaeyjar eru spennandi kostur fyrir þá sem langar í vel heppnaða árshátíð. Mikið úrval gististaða, fjölbreitt úrval af veitingastöðum og verslunum sem hafa orð á sér fyrir mikið vöruúrval og lágt verð.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
IMG_8742milk

Heilsu- og hollustuferðir

Þessar ferðir eru einstaklega skemmtilegar og henta vel hressum hópum með áhuga á heilsu og hollustu. Skemmtifeð sem inniheldur hreyfingu, fróðleik og hollan mat sem sniðin er að þínum þörfum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
IMG_1840

Vinnustaðaferðir

Vestmannaeyjar henta einstaklega vel fyrir smærri og stærri vinnustaði. Mikið úrval er af gistingu,  stórir sem smáir veislu- og ráðstefnusalir og mikið úrval af veitingarstöðum og afþreyingu.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
IMG_1735

Saumaklúbbar

Það er fátt skemmtilegra en að skella sér í helgarferð til Vestmannaeyja. Í þessum ferðum er lögð sérstök áhersla á að kynna einstaka matarmenningu okkar og verslanir sem flestar hverjar bjóða uppá afslætti og tilboð.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
óvissuferð

Óvissuferðir

Vestmannaeyjar hafa ætíð notið mikilla vinsælda í óvissuferðum. Í þessum ferðum er lögð áhersla á að njóta alls þess besta sem Eyjar hafa upp á að bjóða. Skemmtilegar rútuferðir, bátsferðir, hópefli og margt fleira sem er sérsniðið að hópnum.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Hótel og gisting

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar er staðsett í hjarta miðbæjarins. 43 herbergi eru á hótelinu, þar af 24 herbergi í nýbyggingu sem var tekin í notkun um mitt ár 2014. Þar eru herbergin stærri.

Aska Hostel

Aska hostel

Aska Hostel er gistiheimili  í miðbæ Vestmannaeyja, aðeins 5 mínútna gangur frá Herjólfi. Á sumrin iðar miðbærinn af lífi, veitingarhúsið GOTT er í sama húsi og Aska Hostel.

Westman Islands

Hótel Hamar

Hamar er fjölskyldurekið gistiheimili sem er vel staðsett í miðbænum. Aðeins 250 metra frá afreiðslu Herjólfs.

Veitingastaðir

Westman Islands Restaurants

GOTT

GOTT veitingastaður er staðsettur á besta stað í miðbænum. GOTT leggur mikla áherslu á holla og ferska rétti

Booking westman Islands

Tanginn

Tanginn er fjölskylduvænn veitingastaður sem staðsettur er við höfnina.

Canton

Canton

Asískur veitingastaður sem er staðsettur í hjarta bæjarins. Canton bíður uppá þrjá veitingasali sem auðvelda mjög að taka á móti stórum hópum.

Booking westman Islands

Slippurinn

Slippurinn er fjölskyldurekinn sumarveitingastaður við höfnina í Vestmannaeyjum. Ferskir sjávarréttir á hverjum degi.

Booking westman Islands

Einsi Kaldi

Kokkarnir á Veitingastaðnum Einsa Kalda sérhæfa sig í að framreiða framandi rétti úr hráefni sem aflað er  í Eyjum og umhverfis þær.

900 Grillhús

900 Grillhús

900 Grillhús er veitingastaður fyrir alla fjölskylduna og býður upp á allt frá pítsum og pylsum upp í steikur og humar.

Booking Westman Islands

Vöruhúsið

Vöruhúsið er ekta fjölskylduveitingastaður sem býður uppá pítsur, hamborgara og steikur.

höllin

Höllin. Veislu og ráðstefnuhús

Veisluþjónusta Einsa kalda sér um veitingarnar í Höllinni.

Booking westman Islands

Kaffi Varmó

Kaffi Varmó er vinalegt kaffihús þar sem hægt er að fá heimilislegan mat og nýbakað bakkelsi.

Afþreying

Sagnheimar Folk Museum in Vestmannaeyjar

Sagnheimar

Safn um sögu Vestmannaeyja. Stuðst er við nýjustu tækni
við að miðla fræðslu, heimildum og öðru efni til gesta safnsins.
Sæheimar Aquarium

Sæheimar

Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja var opnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu

Westman Islands

Eldheimar

Eldheimar er gosminjasýning.  Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið á Heimaey árið 1973, sem án efa teljast til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar.

Westman Islands

Sund

Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Innisundlaugin er 25 m x 11. Þrír heitir pottar,  sólbaðslaug tengd við fjölbreytta leiklaug og glæsilegt leiksvæði.

Vikingtours

Víking bátsferð

Einstaklega fallegt er að sigla í kringum eyjuna með Vikingtours. Þar er stórbrotið landslag og fuglalíf í aðalhlutverki.  Einstaka sinnum er hægt að sjá sel eða hval.

Ribsafari

Ribsafarí

Ribsafari bjóða upp á spennandi bátsferðir í stórbrotnu umhverfi. Virkilega gaman að upplifa eyjarnar á svona skemmtilegan hátt.

Westman Islands

Golf

Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er 18 holu völlur. Völlurinn er rómaður fyrir umhverfi sitt og útsýni.

Segway

Segway

Segway hjól eru rafdrifin hjól sem maður stendur upp á og stjórnar með hreyfingum líkamans.

Booking westman Islands

Hestaleiga

Hestaleigan Lyngfell bíður uppá eins til þriggja tíma útreiðatúra.  Allar ferðir hefjast og enda í Lyngfelli.

Hresso

Hressó Líkamsrækt

Hressó er vel staðsett miðsvæðis. Í boði er vel búinn tækjasalur og margskonar tímar. Zúmba, crossfitt, spinning og margt fleira.

Eyjatours

Eyjatours

Eyjatours er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem býður uppá persónulega þjónustu.

Víkingtours

Víkingtours

Ævintýralegar bátsferðir, lunda-  og söguferðir með rútu eða minni bíl.

Áhugaverðir staðir

Sprangan

Sprangan

Það er alltaf vinsælt að kíkja í sprönguna í Eyjum. Að spranga er þjóðaríþrótt Vestmannaeyjinga og hafa margir spreytt sig á henni.

Heimaklettur

Heimaklettur

Heimaklettur er  hæsta fjallið í Eyjum. Það er mjög vinsælt að ganga á klettinn og nota margir það sem hluta af sinni líkamsþjálfun.  Léttara er að fara upp en lítur út fyrir að vera. Útsýnið á toppnum er einstakt. Mælum með að hafa einhvern vanann með í fyrsta sinn.

Eldfell

Eldfell

Nýjasta fjallið í Vestmannaeyjum. Varð til árið 1973 í eldgosinu.  Mjög vinsælt er að ganga þar upp og þykir það ekki mjög krefjandi. Enn má finna hita í fjallinu nálægt toppnum.

Miðbærinn

Miðbærinn

Miðbærinn er rómaður fyrir góðar verslanir og veitingastaði. Mjög skemmtilegt að rölta um og versla, fara á kaffihús og fylgjast með mannlífinu.

Lundi

Stórhöfði og lundinn

Stórhöfði býður upp á frábært útsýni yfir eyjuna. Hann er þekktur fyrir að vera  vindasamasti staðurinn á Íslandi og jafnvel í Evrópu.  Einnig er þar frábær staður til að skoða lunda í sínu náttúrulega umhverfi.

Fíllinn

Fíllinn

Stærsti fíll í heimi og einn sá vinsælasti.  Einstaklega skemmtilegt er að skoða hvernig bergið mótast eins og fíll, fallegt að horfa þar yfir dalinn og smáeyjarnar. Mjög vinsæll staður til að taka myndir.

Skansinn

Skansinn

Mjög fallegt útivistarsvæði með útsýni yfir höfnina. Skemmtilegt að skoða stafkirkjuna sem Norðmenn gáfu í tilefni 1000 ára kristnitöku Íslendinga. Einnig vinsælt að skoða Landlyst sem er eitt af elstu húsum Vestmannaeyja og var fyrsta fæðingarheimili á Íslandi. Góður staður til að setjast niður með nesti.

Herjólfsbær

Herjólfsbær

Í Herjólsdal er mjög áhugavert að skoða Herjólfsbæinn en í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Við smíðina var notast við áreiðanlegastu heimildir og reynt að gera hann sem líkastan upprunalega bænum. Húsið var byggt sem langhús og gripahús.